Vissir þú að það eru maurar á Íslandi?
Verið velkomin í hádegiserindi, miðvikudaginn 19. mars, í anddyri Náttúrufræðistofu Kópavogs. Að þessu sinni fjallar Andreas Guðmundsson um maura á Íslandi, landnám þeirra og áhrif. Gestum býðst að berja augum lifandi maura að störfum í gervimaurabúi sem verður meðferðis.
Mörg vita kannski ekki að maurar eru fyrir nokkru orðnir landlægir hérlendis. Tengjum við þessi skordýr kannski helst við útlönd og hlýrra loftslag. Hinsvegar hafa fundist tuttugu mismunandi tegundir maura, af sumum einungis stök bú, en af þeim hafa fimm tegundir tekið sér bólfestu á Íslandi. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á viðfangsefninu, en undanfarin ár hefur Marco Mancini, forkólfur maurarannsókna á Íslandi ásamt fríðu föruneyti rannsakað landnám þeirra og komist að ýmsu áhugaverðu um þessi forvitnilegu dýr.
Öll hjartanlega velkomin!
Aðgangur er ókeypis!
Menning á miðvikudögum er styrkt af Menningar og mannlífsnefnd Kópavog
Hvað er? er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og gefa okkur betri sýn í rannsóknir og vísindi nútímans.
//
What! Are ants in Iceland?
Did You Know There Are Ants in Iceland?
You are warmly invited to a lunchtime lecture on Wednesday, March 19, in the lobby of the Natural History Museum of Kópavogur. This time, Andreas Guðmundsson will discuss ants in Iceland, their colonization and their impact.
Visitors will also have the unique opportunity to observe live ants at work in a model anthill that will be on display.
Many may not be aware that ants have become a part of Iceland’s ecosystem. We often associate these insects with foreign countries and warmer climates. However, twenty different species of ants have been found in Iceland—some as isolated colonies—but five species have been found repetitively.
Although little research has been conducted on the topic until this day, Marco Mancini, a leading figure in Icelandic ant research, along with his esteemed team, has studied their colonization and made fascinating discoveries about these intriguing creatures.
Everyone is warmly welcome!
Free admission!
What Is? is a lecture series organized by the Natural History Museum of Kópavogur, where experts from various fields shed light on different concepts and phenomena, giving us deeper insight into modern research and science