14. Sep 13:00 - 15:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Skapandi samverstund fyrir börn og fjölskyldur með ÞYKJÓ. Nú þegar blóm og lauf fara að detta af stönglum og greinum ætlum við að grípa tækifærið og skreyta okkur konunglega fyrir haustið! Komdu og tylltu þér hjá okkur og búðu til þína eigin kórónu úr náttúrulegum efnivið.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir Fjölskyldustundir á laugardögum.



ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hönnunarstarf ÞYKJÓ miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í frjálsum leik. Í hönnunarvinnu höfum við til hliðsjónar hvernig hægt er að örva snertiskyn með efnisvali og formfræði, hreyfiþroska og jafnvægisskyn. ÞYKJÓ stendur einnig fyrir fjölbreyttum listsmiðjum, innsetningum og viðburðum í samstarfi við söfn og menningarstofnanir.

ÞYKJÓ er hópur hönnuða með fjölbreyttan bakgrunn sem samnýta ólíka sérþekkingu í teymisvinnu sinni. Innan vébanda ÞYKJÓ eru arkitekt, fatahönnuður og klæðskeri, leikmynda- og búningahönnuður.

Hópurinn vinnur einnig náið með listafólki, vísindamönnum og fræðifólki á borð við uppeldisfræðinga, líffræðinga, listfræðinga og síðast en ekki síst – með börnum.

Share this event

YOU MIGHT BE INTERESTED IN

30
Nov

04
Dec

See more

Náttúrufræðistofa Kópavogs

30
Nov

04
Dec

See more

Consent Management Platform by Real Cookie Banner