30. Nov 14:00 - 17:00

Aðventuhátíð Kópavogs

Salurinn | Menning í Kópavogi | Bókasafn Kópavogs | Gerðarsafn | Náttúrufræðistofa Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 30. nóvember. Ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin verða tendruð við hátíðlega athöfn þar sem jólasveinar bregða á leik og tónlistaratriði verða frá lúðrasveit og kór.

Lifandi dagskrá verður jafnframt í menningarhúsunum á svæðinu fyrir alla fjölskylduna til að gera sér glaðan dag. Ýmsar smiðjur verða í boði, tónlistaratriði og lesið verður upp úr jóladagatali sem Eygló Jónsdóttir rithöfundur skrifaði upp úr hugmyndum barna.

Öll eru hjartanlega velkomin.

Bókasafn Kópavogs
15:00-16:30 Skreytum jólatré Gloríu
15:00-16:30 Jóladýr og jólaverur – föndur
15:00-16:30 Jólagjafasmiðja 11+ – þrívíddarpennar og perluarmbönd
15:15 Jólasögustund með Eygló Jónsdóttur
16:00 Nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs spila jólalög
Jólaratleikur og innpökkunarstöð á opnunartíma safnsins.

Gerðarsafn
14:00-16:00 Pólsk brúðugerð
Sýningarnar Gerður grunnsýning, Óstöðugt land og Parabóla verða opnar.

Náttúrufræðistofa
15:00-16:30 Fóðurkönglagerð fyrir fugla
Grunnsýning Náttúrufræðistofu verður opin.

Tendrun jólatrésins á útisvæði
16:30 Ýmis skemmtiatriði, svo sem kór, lúðrasveit og jólasveinar verða á vappi.
17:00 Jólaljósin tendruð

Share this event

30
Nov

See more

30
Nov

See more

YOU MIGHT BE INTERESTED IN

04
Dec

See more

Salurinn

30
Nov

04
Dec

See more

Consent Management Platform by Real Cookie Banner