30. Nov 14:00 - 17:00

Aðventuhátíð Kópavogs

Bókasafn Kópavogs | Gerðarsafn | Náttúrufræðistofa Kópavogs | Salurinn | Menning í Kópavogi

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin verða tendruð við hátíðlega athöfn þar sem jólasveinar bregða á leik, dansað verður í kringum jólatréð og fjöldi krakka í Kópavogi blása í lúðra og syngja falleg og skemmtileg jólalög.

Boðið verður upp á fjölbreyttar aðventusmiðjur frá klukkan 15. Pólsk brúðusmiðja, fóðurkönglagerð fyrir fugla, jólagjafasmiðjur, jólatónlist og lesið verður upp úr jóladagatali sem Eygló Jónsdóttir rithöfundur skrifaði upp úr hugmyndum barna í Kópavogi.

Systir jólasveinanna mætir með fullt af tröllafötum úr Grýluhelli og býður mannabörnum að klæða sig sem tröllabörn. Tröllastelpa kennir krökkum á öllum aldri að dansa við dillandi jólalög. Og að sjálfsögðu mæta jólasveinar á svæðið og leiða dans í kringum jólatréð ásamt vinkonu sinni henni Rófu.

Nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs flytja fallega jólatónlist á aðventutónleikum á bókasafninu. Í forsal Salarins mun bæjarlistamaður Kópavogsbæjar, Kristofer Rodriguez Svönuson, trommu- og slagverksleikari bjóða upp á jólajazz ásamt Daníel Helgasyni gítarleikara og Hannesi Helgasyni hljómborðsleikara.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Dagskrá:

Bókasafn Kópavogs
15:00-16:30 Skreytum jólatré Gloríu
15:00-16:30 Jóladýr og jólaverur – föndur
15:00-16:30 Jólagjafasmiðja 11+ – þrívíddarpennar og perluarmbönd
15:15 / 15:45 / 16:15 Jólasögustund með Eygló Jónsdóttur
16:00 Jólatónleikar með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs

Jólaratleikur og innpökkunarstöð á opnunartíma safnsins.

Gerðarsafn
14:00-16:00 Pólsk brúðusmiðja með Styrmi Erni Guðmundssyni og Agötu Mickiewicz 
15:00 -17:00 Sunna Ben þeytir skífum á Krónikunni.
Sýningarnar Gerður grunnsýning, Óstöðugt land og Parabóla eru opnar.

Náttúrufræðistofa
15:00-16:30 Fóðurkönglagerð fyrir fugla
Grunnsýning Náttúrufræðistofu verður opin.

Salurinn
15:00 – 15:40
Jólajazz bæjarlistamannsins
Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur og slagverk, Daníel Helgason á gítar og Hannes-Helgaon á hljómborð.

Á útisvæði

Frá klukkan 15 – 16:30 verður hægt að prófa að klæða sig í alls kyns skemmtileg tröllaföt úr jólalundi og læra jóladansa.

16:30 Skólahljómsveit Kópavogs flytur jólalega hátíðarsveiflu undir stjórn Össurar Geirssonar.

16:55 Kórar Smáraskóla og Hörðuvallaskóla flytja jólalög undir stjórn Ástu Magnúsdóttur og Ásu Valgerðar Sigurðardóttur.

17:00 Jólaljósin tendruð. Jólaverur úr Jólalundi stíga á stokk og slegið verður upp dansleik í kringum jólatréð.

Share this event

30
Nov

04
Dec

See more

30
Nov

See more

YOU MIGHT BE INTERESTED IN

04
Dec

See more

Bókasafn Kópavogs

30
Nov

04
Dec

See more

Consent Management Platform by Real Cookie Banner