Sakramenti
Einhver hefur saumað útlínur drekans með hárfínum rauðum þræði, líkt og grun, eða skugga, í rautt silkið.
Það er um tvo kosti að velja: að segja já við hinu óumflýjanlega og hefja gullgerð en hafna því ella og búast til varnar.
Há-karlinn hefur verið brytjaður í örsmáa, rauðleita teninga. Ég þigg bita úr silfurskálinni.
Lausnarorð
Hann elskar mig og ég elska hann, glæpamann, morðingja. Við hittumst á torginu og hann vefur mig örmum. “Hvernig hefurðu það, ELSKAN?” Orðið kemur eðlilega og átakalaust út fyrir varir mínar. Við höldum hvort yfirum annað, elskendur frá upphafi vega, og hringsólum hlið við hlið innan um óljósan fjöldann.
Hver var sá guð sem skapaði okkur að skilja?
Opinberun
Fríkirkjan stóð þar sem ég stend nú. Við erum mörg við þessa messu. Horfum í vesturátt og sjá, skyndilega fyllist tjörnin og húmdökkur himinninn yfir af blóðroða. Fagnandi teyga ég hina gullnu veig meðan býðst. Svo er hún jafnskyndilega horfin.
Eftir lifir grunur um gljásvartan flygil undir ísnum á vatni við veginn.
Sign up to receive a newsletter about events, news and culture in Kópavogur.
Skráðu þig til að fá fréttabréf um viðburði, fréttir og menningu í Kópavogi.
OPENING HOURS
Mondays – Fridays
8 am – 6 pm
Saturdays
11 am – 5 pm