Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari var valinn bæjarlistamaður Kópavoga 2016. Ásgeir er einn fremsti og fjölhæfasti gítarleikari Íslands. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur og leikið inn á hátt í 100 hljómplötur. Þá hefur Ásgeir einnig verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir eigin tónsmíðar. Ásgeir hefur lagt rækt við flutning Balkantónlistar og mun í haust heimsækja alla skóla Kópavogs og flytja tónlist frá Balkanskaga ásamt félögum sínum.
Þetta er í þriðja sinn sem valinn er bæjarlistamaður Kópavogs en tilgangur með vali á bæjarlistamanni er að fá öflugan listamann til þess að sinna menningarfræðslu í Kópavogi í samstarfi við Menningarhús Kópavogs.
Sign up to receive a newsletter about events, news and culture in Kópavogur.
Skráðu þig til að fá fréttabréf um viðburði, fréttir og menningu í Kópavogi.
OPENING HOURS
Mondays – Fridays
8 am – 6 pm
Saturdays
11 am – 5 pm