Nótt frá Svignaskarði
Hver varstu? Hvað greip þig
goðsögn í líki hests
með glóð í auga, styggð í hverri taug
og brotnandi öldur brims í hlustum þínum?
Þú þyrlar upp stjörnum
stælt með titrandi bóga
og stefnir burt
yfir holt, yfir klappir og flóa
orðin að logandi þrá til að flýja frjáls
út í fjarskann…
Þitt heimkynni var ekki hérað blánandi jökla
hraun og mýrar né borgin
þar sem þú stóðst…
nei, heimkynni þitt var hafið
sem býr í oss öllum
…og himinninn sem oss dreymir…
Hófadynur!
Þú stefnir til hafs og stekkur
í freyðandi brimið
fram af ísgrænni skör.
Áttfætti hestur!
Svo hófst þín vængjaða för
um undirdjúpin
upp í sjöunda himin.
Vængjaða Nótt!
Nú heyri ég fax þíns flug
sé froðuna löðra um granir
á skýjanna vegi
með styggð í blóði stefnir þú enn sem fyrr
með stormbláar manir
á móti glófextum Degi.
Sign up to receive a newsletter about events, news and culture in Kópavogur.
Skráðu þig til að fá fréttabréf um viðburði, fréttir og menningu í Kópavogi.
OPENING HOURS
Mondays – Fridays
8 am – 6 pm
Saturdays
11 am – 5 pm