21. Oct 14:00 - 15:00

Fíflast með fíflum | Sýningaleiðsögn

Náttúrufræðistofa Kópavogs | Bókasafn Kópavogs | Gerðarsafn

Leiðsögn Önnu Henriksdóttur um sýningar Listahóps Hlutverkaseturs á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu og Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

—–

Á Bókasafni og Náttúrufræðistofu sýnir Listahópur Hlutverkaseturs verk sem unnin eru út frá hugmyndum um fíflablóm en einnig um þá gleði að fíflast. Myndverk, skúlptúrar, bækur, hannyrðavörur og fleira. Við fíflumst og skemmtum okkur saman og gerum það sem leið til geðræktar.

Í Gerðarsafni sýnir listafólk verk sem eru unnin undir áhrifum af skúlptúrum Gerðar Helgadóttur. Þar gefur að líta mjúka og óreglulega skúlptúrar sem minna á skrímsli. Verkin mynda mótvægi við skúlptúra Gerðar sem eru unnir í hörð efni og eru formfastir.

Sýningarnar eru hluti af List án landamæra 2023 en Listahópur Hlutverkaseturs var valinn listhópur hátíðarinnar að þessu sinni.

Hlutverkasetur er virknimiðstöð þar sem fólk getur valið sér verkefni við hæfi í listasmiðjum og á fjölbreyttum námskeiðum.

Listamenn:

Alfreð Rafn Gígja
Alice Martins
Anna Henriksdóttir
Atli Þór Elísson
Berglind Sigurðardóttir
Bergljót Njóla Jakobsdóttir
Björg Anna Björgvinsdóttir
Dísa Hjartardóttir
Eiríkur Gunnþórsson
Elena Arngrímsdóttir
Elín Pálsdóttir
Frímann Jónasson
Guðrún Auður Hafþórsdóttir Byrd
Héðinn Unnsteinsson
Heiðar Guðni Heimisson
Helga Ólafsdóttir
Hrafnhildur Sif Ingólfsdóttir Haug
Karl Kristján Davíðsson
Kremena Demireva
Kristín Atladóttir
Kristinn Arinbjörn Guðmundsson
Lilja Dögg Arnþórsdóttir
Lydia Ojore
Malva Valkyrja
María Gísladóttir
María Lovísa Sigvaldadóttir
Óðinn Ásbjarnarson
Óskar Ögri Birgisson
Ragnheiður Guðrún Sigþórsdóttir
Rebekka Rut Maríusdóttir
Reyna Ray Gunnarsdóttir
Rúnar B. Smárason
Sigurborg Sveinsdóttir
Steingerður Axelsdóttir
Þórdís Ósk Helgadóttir
Zinaida Melezere

——–

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi.

Share this event

YOU MIGHT BE INTERESTED IN

30
Nov

04
Dec

See more

Náttúrufræðistofa Kópavogs

30
Nov

04
Dec

See more

Consent Management Platform by Real Cookie Banner