Hvað er að óttast? I Menning á miðvikudögum

12.06.2019 12:15

Hvað er fælni og af hverju óttast sumir hluti og aðstæður sem aðrir óttast almennt ekki? Óttar Birgisson sálfræðingur hjá Auðnast fjallar um ýmiskonar fóbíur og fælni í hádegiserindi á Náttúrufræðistofu.

Sértæk fælni eða fóbía er þegar kvíði eða ótti, sem er yfirleitt meiri og ýktari en hjá fólki almennt, tengist ákveðnum hlut eða aðstæðum eins og dýrum, flugi, hæð, innilokun, nálum, víðáttu, ælu og svo mætti áfram telja.

Þetta ástand getur orðið til þess að viðkomandi einstaklingur fari markvisst að forðast óttavaldinn, en slíkt getur verið hamlandi í daglegu lífi.


Viðburðurinn er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum sem fer fram í Menningarhúsum Kópavogs alla miðvikudaga kl. 12:15. Viðburðurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.

Bókasafn Kópavogs
Gerðarsafn
Náttúrufræðistofa Kópavogs
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Salurinn


Lecture in Icelandic on different kinds of phobia.