Næsta stopp: Hamraborg

26.06.2020 - 03.08.2020

Gagnvirk sýning í anddyri Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs þar sem tækifæri gefst til að skoða áætlanir um Borgarlínu og niðurstöður hugmyndasamkeppni um götugögn Borgarlínustöðva.

Samgöngunetið er kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem bindur saman alla samgöngumáta og gefur íbúum fjölbreyttari valkosti. Borgarlínan er mikilvægur hlekkur í samgönguneti framtíðarinnar.

Uppbygging á Borgarlínu er að hefjast og innleiðing leiðarkerfis nýs samgöngunets er á næsta leiti. Hvaða áhrif hefur Borgarlínan á samgöngunetið og hvernig spila Strætó og Borgarlína saman?

Á þessari skemmtilegu gagnvirku sýningu er þessum spurningum svarað á aðgengilegan hátt. Auk þess verða niðurstöður hugmyndasamkeppni um útlit götugagna á Borgarlínustöðvum sýndar í fyrsta skipti.

Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til 3. ágúst 2020.