Vöktun á snefilefnum í Þingvallavatni

Gerð er grein fyrir mæliniðurstöðum á snefilefnum í sýnum úr lífríki Þingvallavatns sem tekin voru á árunum 1989–2012, og svo aftur árið 2019, í vöktunarverkefni á vegum Orkuveitu Reykjavíkur í tengslum við affallsvatn frá Nesjavallavirkjun. Meginmarkmið vöktunarinnar er að fylgjast með hugsanlegum áhrifum ólífrænna snefilefna í affallsvatni virkjunarinnar á lífríki Þingvallavatns.

Samanburður sem nær til allra rannsóknanna á snefilefnum í botnseti, gróðri, hryggleysingjum og fiski í Þingvallavatni, sem annars vegar voru tekin á áhrifastað Nesjavallavallavirkjunar og hins vegar á viðmiðunarstað utan áhrifasvæðis virkjunarinnar, leiðir í ljós að ekki er um tölfræðilega marktækan mun að ræða í meðalstyrk efna milli áhrifa- og viðmiðunarstaðar, nema hvað varðar selen í seti, kopar í dvergbleikju og mangan í síkjamara og vatnabobbum. Selen í seti og kopar í lifur dvergbleikju mældust í hærri styrk á áhrifastöðum, en mangan mældist í hærri styrk á viðmiðunarstöðum.

Vöktun á snefilefnum í Þingvallavatni vegna Nesjavallavirkjunar árið 2019

Vöktun á snefilefnum í Þingvallavatni vegna Nesjavallavirkjunar