Markmið vöktunarinnar er að afla upplýsinga um, og fylgjast með vistfræðilegu ástandi Reykjavíkurtjarnar og tjarnanna í Vatnsmýri. Rannsóknirnar hafa náð til efna- og eðlisþátta, vatnagróðurs, smádýralífs og hornsíla. Tekin hafa verið sýni til mælinga á blaðgrænu og næringarefnum, sem gefa vísbendingar um álagsþætti af völdum mengunar. Smádýrum sem hafast við yfir botni hefur verið safnað í gildrur og gróður kortlagður með þekjumati og tegundagreiningu. Loks hefur hornsílum verið safnað í þeim tilgangi að fylgjast með þéttleika þeirra, fæðu og kynþroska og afla betri upplýsinga um árgangaskiptingu.Jafnframt hefur botndýralíf verið kannað með því að taka setkjarna úr botnseti tjarnanna.
Vöktun á lífríki Tjarnarinnar í Reykjavík 2021
Vöktun á lífríki Tjarnarinnar í Reykjavík 2020
Vöktun á lífríki Tjarnarinnar í Reykjavík 2017–2019
Lífríki Tjarnarinnar í Reykjavík 2015 og 2016
Samhliða sýnatöku Náttúrufræðistofu Kópavogs hefur farið fram sýnataka á svifþörungum í Reykjavíkurtjörn þar sem sjónum hefur m.a. verið beint sérstaklega að svokölluðum blágrænum bakteríum, en þær geta myndað mikla blóma og orðið mjög áberandi. Gunnar Steinn Jónsson þörungafræðingur hefur haft þann verkþátt með höndum og er skýrslur hans að finna hér að neðan.
Svifþörungar í Tjörninni sumarið 2021
Svifþörungar í Tjörninni sumarið 2020
Svifþörungar í Tjörninni sumarið 2019
Svifþörungar í Tjörninni sumarið 2018
Svifþörungar í Tjörninni sumarið 2016
Svifþörungar í Tjörninni sumarið 2015
Viðauki 1
Viðauki 2
Viðauki 3
Niðurstöðurnar gefa misvísandi vísbendingar varðandi vistfræðilega ástand Tjarnarinnar. Þannig er aukin útbreiðsla vatnaplantna jákvætt merki, á meðan fábreytt samfélög benda til fremur veikrar stöðu. Þó virðist ljóst, miðað við fyrri niðurstöður, að vistfræðilegt ástand Tjarnarinnar sé hægt en örugglega að hnikast til betri vegar.