Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns

þingv.v.jpg

Árið 2007 hófst vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns. Verkefnið er á vegum Umhverfisstofnunar, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Um er að ræða sýnatökur og mælingar nokkrum sinnum á ári og er vöktuninni skipt í þrjá meginverkþætti.

1. Efna- og eðlisþættir í írennsli og útfalli. Jarðvísindastofnun Háskólans.
2. Lífríkis- og efna- og eðlisþættir í vatnsbol. Náttúrufræðistofa Kópavogs.
3. Fiskistofnar. Veiðimálastofnun.

Náttúrufræðistofan kemur einnig að verkþætti nr. 3 ásamt Veiðimálastofnun, m.a. með sýnatöku á murtu á haustin.

Hér má finna útgefnar gagnaskýrslur, þar sem niðurstöðum þess hluta vöktunarinnar sem eru á hendi Náttúrufræðistofunnar (verkþáttar 2) eru gerð skil. Í gagnaskýrslunum er meðal annars að finna niðurstöður mælinga á vatnshita, sýrustigi (pH), leiðni, blaðgrænu og rýni ásamt greiningum á þörunga- og dýrasvifi.

Í gagnaskýrslunum er meðal annars að finna niðurstöður mælinga á vatnshita, sýrustigi (pH), leiðni, blaðgrænu og rýni ásamt greiningum á þörunga- og dýrasvifi. Í yfirlitsskýrslunni eru niðurstöðurnar teknar saman, en einnig er vitnað til ýmissa annarra gagna.

Gagnaskýrsla 2018

Gagnaskýrsla 2017

Gagnaskýrsla 2016

Gagnaskýrsla 2015
Gagnaskýrsla 2014
Gagnaskýrsla 2013
Gagnaskýrsla 2012

Yfirlitsskýrsla 2007 - 2011

Gagnaskýrsla 2011
Gagnaskýrsla 2010
Gagnaskýrsla 2009
Gagnaskýrsla 2008
Gagnaskýrsla 2007