Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns

þingv.v.jpg

Árið 2007 hófst vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns. Verkefnið er á vegum Umhverfisstofnunar, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Um er að ræða sýnatökur og mælingar nokkrum sinnum á ári og er vöktuninni skipt í þrjá meginverkþætti.

1. Efna- og eðlisþættir í írennsli og útfalli. Jarðvísindastofnun Háskólans.
2. Lífríkis- og efna- og eðlisþættir í vatnsbol. Náttúrufræðistofa Kópavogs.
3. Fiskistofnar. Veiðimálastofnun.

Náttúrufræðistofan kemur einnig að verkþætti nr. 3 ásamt Veiðimálastofnun, m.a. með sýnatöku á murtu á haustin.

Hér má finna útgefnar gagnaskýrslur, þar sem niðurstöðum þess hluta vöktunarinnar sem eru á hendi Náttúrufræðistofunnar (verkþáttar 2) eru gerð skil. Í gagnaskýrslunum er meðal annars að finna niðurstöður mælinga á vatnshita, sýrustigi (pH), leiðni, blaðgrænu og rýni ásamt greiningum á þörunga- og dýrasvifi.

Í gagnaskýrslunum er meðal annars að finna niðurstöður mælinga á vatnshita, sýrustigi (pH), leiðni, blaðgrænu og rýni ásamt greiningum á þörunga- og dýrasvifi. Í yfirlitsskýrslunni eru niðurstöðurnar teknar saman, en einnig er vitnað til ýmissa annarra gagna.

Gagnaskýrsla 2020

Gagnaskýrsla 2019

Gagnaskýrsla 2018

Gagnaskýrsla 2017

Gagnaskýrsla 2016

Gagnaskýrsla 2015
Gagnaskýrsla 2014
Gagnaskýrsla 2013
Gagnaskýrsla 2012

Yfirlitsskýrsla 2007 - 2011

Gagnaskýrsla 2011
Gagnaskýrsla 2010
Gagnaskýrsla 2009
Gagnaskýrsla 2008
Gagnaskýrsla 2007

Til viðbótar framantöldum þáttum, hefur fá árinu 2015 verið fylgst með magni og tegundasamsetningu svifþörunga, bæði í útfalli Þingvallavatns og á dýptarsniði (stöð 3). Þessi vinna hefur að langstærstum hluta verið á herðum Gunnars Steins Jónssonar þörungafræðings.

Í þessum tilgangi hafa sýni að jafnaði verið tekin nokkrum sinnum í mánuði í útfalli vatnsins, en fjórum sinnum á ári á dýptarsniðinu. Niðurstöður þörungavöktunarinnar hafa nú verið teknar saman í eina skýrslu fyrir árin 2015–2019.

Vöktun á svifþörungum í Þingvallavatni 2015–2019

Þá hefur Gunnar Steinn ennfremur útbúið ítarlegan tegundalista með ljósmyndum fyrir smásæja svif- og botnþörunga sem finnast í Þingvallavatni. Verkefnið var styrkt af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en útgáfa var á vegum Rorum ehf. og Náttúruminjasafns Íslands.

Þörungagróður í Þingvallavatni

Samstarfsaðilar að verkefninu voru Náttúrufræðistofa Kópavogs, Hafrannsóknastofnun og Háskóli Íslands.