Eðlisþættir í vötnum á höfuðborgarsvæðinu

vatnhringur.JPGNáttúrufræðistofa Kópavogs hefur um árabil vaktað eðlisþætti í nokkrum stöðuvötnum á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst er með hita, sýrustigi (pH) og leiðni og magni blaðgrænu á nokkrum stöðum í hverju þeirra. Mælingar eru gerðar mánaðarlega yfir veturinn en á tveggja vikna fresti að sumarlagi. Mælt er á tveimur til fimm stöðum í hverju vatni og fer fjöldi mælistaða eftir stærð vatnanna, en einnig eftir aðgengi að þeim. Vötnin eru eftirfarandi: Vífilsstaðavatn, Elliðavatn, Rauðavatn, Hafravatn, Bakkatjörn og Reykjavíkurtjörn en að auki er mælt í inn og útfalli Elliðavatns þ.e. Bugðu og Dimmu, en einnig við brúna (álinn) efst í Elliðavatni.

Niðurstöður þessa verkefnis hafa ekki verið gefnar út sem slíkar en hafa hins vegar verið kynntar á ráðstefnum, auk þess að nýtast sem stoðgögn við aðrar rannsóknir s.s. í Reykjavíkurtjörn.