Rannsóknir í ám og vötnum á Ófeigsfjarðarheiði 2017

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur framkvæmt nokkrar rannsóknir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, oftar en ekki í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir. Þessar rannsóknir hafa ýmist verið unnar eingöngu af Náttúrufræðistofunni eða í samvinnu við aðrar rannsóknastofnanir s.s. Háskóla Íslands og Veiðimálastofnun, sem nú hefur sameinast Hafrannsóknarstofnun.

Í ágúst 2017 fóru starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs í vettvangsferð til sýnatöku í ám og vötnum á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar á Ófeigsfjarðarheiði á Ströndum. Var þetta gert að beiðni verktakafyrirtækisins Vesturverks á Ísafirði og verkfræðistofunnar Verkís í Reykjavík í tengslum við gerð frummatsskýrslu um umhverfisáhrif virkjunarframkvæmdanna. Rannsóknin er gerð í framhaldi af rannsókn sem fram fór árið 2015, til að afla frekari gagna.

Helstu niðurstöður eru að lífríki í rannsóknarvötnunum og -ánum telst fábrotið, tegundir og hópar hryggleysingja eru fáir og þéttleiki þeirra lágur. Hvorki fundust háplöntur né kransþörungar í rannsóknarvötnunum, en hins vegar þöktu mosaflákar 10–20% vatnsbotnsins.

Bleikja fannst í öllum rannsóknarvötnunum, en engin hornsíli veiddust. Veiði var á bilinu fjórar til 58 bleikjur í vatni. Allar bleikjur voru svipaðar að stærð og útliti, afar smáar með dökkar skellur á hliðum sem alla jafna einkenna seiði, svokölluð parr-merki. Þrátt fyrir smæðina voru bleikjurnar á aldrinum 3–12 ára og 33–100% bleikjanna kynþroska eða nærri kynþroska.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
apr

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner