Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti 2018

Rannsókn á tilvist og tegundasamsetningu fiska á áhrifasvæði Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti

Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum úttektar á tilvist og tegundasamsetningu fiska á áhrifasvæði fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Rannsóknin var unnin af starfsmönnum Náttúrufræðistofu Kópavogs í ágúst 2018, að beiðni Verkfræðistofunnar VERKÍS/Sigmar Arnar Steingrímsson og Arnór Þórir Sigfússon fyrir hönd Litluvalla ehf. sem eru framkvæmdaraðilar verkefnisins.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort fisk væri að finna á áhrifasvæðinu og var rafveiði beitt í þeim tilgangi. Niðurstöðurnar munu bæta við fyrirliggjandi þekkingu á útbreiðslu og þéttleika fiska á áhrifasvæðinu og þannig nýtast við mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. Þær munu einnig nýtast til að meta mikilvægi áhrifasvæðisins í fiskbúskap Skjálfandafljóts, en einnig gefa vísbendingar um hvernig aðstæður kunna breytast við framkvæmdirnar og hvað þarf að varast í þeim efnum.

Ljóst er að verði af fyrirhuguðum áformum um Einbúavirkjun mun draga verulega úr rennsli í núverandi farvegi á kaflanum frá flóðvirkinu og niður að enda frárennslisskurðar virkjunarinnar. Á þeim tíma sem sýnataka fór fram, var rennsli Skjálfandafljóts við Aldeyjarfoss aðeins nokkra rúmmetra yfir hönnunarrennsli virkjunarinnar og dagana á undan var rennslið undir hönnunarrennslinu. Þegar þannig stendur á mun það fyrst og fremst verða rennsli Svartár (19,5 m3/sek að meðaltali) (Páll Jónsson o.fl. 2001) sem halda mun uppi rennsli í núverandi farvegi. Þetta þarf að hafa í huga varðandi rennslisstjórnun, t.d. til að tryggja gönguleiðir fiska.

Niðurstöður þessarar rannsóknar benda ekki til að áhrifasvæði fyrirhugaðrar framkvæmdar í Skjálfandafljóti sé mikilvægt fyrir fisksbúskap fljótsins. Botngerðarmat Veiðimálastofnunar ofan og neðan svæðisins gefur því lága einkunn og flest bendir til að hið sama eigi við um botngerð innan svæðisins.

Samkvæmt núverandi hugmyndum mun neðsti hluti Kálfborgarár sameinast frárennslisskurði virkjunarinnar og núverandi ármót við Skjálfandafljót hverfa. Þrátt fyrir að vera aðeins fiskgeng nokkur hundruð metra frá ármótum, bendir sá afli sem fékkst við rafveiði til þess að að þéttleiki fiska í ánni sé töluverður.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
apr

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR

Consent Management Platform by Real Cookie Banner