Vistfræði- og verndarflokkun íslenskra stöðuvatna

Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er umfangsmikið verkefni sem hófst árið 1999. Markmið verkefnisins er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt hvað varðar vatnsafl og jarðvarma, með tilliti til orkugetu, hagkvæmni, áhrifa á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar, svo og hagsmuni allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði.

Í rammaáætluninni starfa verkefnisstjórn og fjórir faghópar á mismunandi sviðum. Hlutverk faghópanna er að fara yfir virkjunarkosti, meta þá hver frá sínum sjónarhóli og senda tillögur til verkefnisstjórnar. Í Faghópi I um Náttúru- og Minjavernd er fengist við mat á áhrifum einstakra virkjunarkosta á landslag, jarðmyndanir, gróður, dýralíf og minjavernd. Í tengslum við starf Faghóps I var leitað til Náttúrufræðistofu Kópavogs og aðstandenda verkefnisins Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna og óskað eftir ráðgjöf varðandi vatnalífríki á virkjunarsvæðum. Í kjölfarið (árið 2003) kom út áfangaskýrsla frá Náttúrufræðistofunni og má nálgast hana hér að neðan.

Vistfræði- og verndarflokkun íslenskra stöðuvatna