Varnarefnið DDT gegn mývargi við Steingrímsstöð

Í eftirfarandi skýrslu er greint frá notkun á varnarefninu DDT við Efra Sog og Kaldárhöfða á árunum 1957 og 1958, en efnið var notað til að eyða mývargi á þessu svæði. Á þessum árum var unnið að byggingu Steingrímsstöðvar við Sog en hún var gangsett á árunum 1959-1960. Mývargurinn gerði starfsmönnum sem unnu við byggingu Steingrímsstöðvar mjög erfitt fyrir við störf sín og reyndist þrautin þyngri að fá menn til að starfa við þessar aðstæður.

Þá er gerð grein fyrir þeim mælingum sem framkvæmdar voru á árunum 2000, 2001 og 2011 til að meta hvort mengun vegna DDT efna væri til staðar í jarðvegi og vatnaseti við Efra Sog og í Úlfljótsvatni. Einnig er lagt mat á möguleg áhrif DDT á lífríki þessa svæðis.

Varnarefnið DDT gegn mývargi við Steingrímsstöð