Mat á hitaáhrifum á lífríki Gljúfurholtsár

Í Ölfusi á milli Hveragerðis og Selfoss er brú yfir Gljúfurholtsá á þjóðvegi nr. 1, Suðurlandsvegi. Utan á brúnni er leiðsla sem flytur allt að 20 l/s af nær 80 °C heitu vatni. Festingar heitavatnspípunnar á brúnni voru farnar að gefa sig og ekki útilokað að leiðslan rofnaði og að heitt vatn rynni út í Gljúfurholtsá. Af þessu tilefni fór Orkuveita Reykjavíkur fram á það við Náttúrufræðistofu Kópavogs að stofan gerði gróft mat á hugsanlegum áhrifum á lífríki árinnar ef heitt vatn bærist í ána.

Mat á hugsanlegum hitaáhrifum á lífríki Gljúfurholtsár í Ölfusi