Fuglar í Kópavogi 2013

Árið 2013 var fylgst með fuglalífi í Kópavogi og á neðsta hluta Kópavogslækjar og voru fuglar á svæðinu taldir alls 17 sinnum. Verkefnið var unnið af Jóhanni Óla Hilmarssyni og Ólafi Einarssyni fyrir Umhverfissvið Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Í útdrætti skýrslunnar segir m.a: "Fuglar voru taldir í Kópavogi í 17 talningum og á neðsta hluta Kópavogslækjar í 12 talningum á árinu 2013. Þetta var gert til að sjá hvort og hvaða breytingar hefðu orðið á fuglalífi vogsins frá ítarlegum talningum 1980-81. Árið 1997 var talið 16 sinnum og 6 sinnum 2009 og voru þær talningar notaðar við samanburðinn. Jafnframt var talið í Arnarnesvogi nú. Talningarnar 2013 voru bornar saman við fyrri talningar og rýnt í hvort breytingar hafi orðið, fjölgun eða fækkun fugla, og hvað valdi þeim."

Fuglar í Kópavogi 2013