Áhrif vatnsmiðlunar á vatnalífríki Skorradalsvatns

Greinargerð þessi er unnin að beiðni Orkuveitu Reykjavíkur í tengslum við fyrirspurn Veiðifélags Skorradalsvatns til Náttúrufræðistofu Kópavogs um hugsanleg áhrif vatnsmiðlunar Andakílsárvirkjunar á vatnalífríki Skorradalsvatns.

Um er að ræða forkönnun og tillögugerð sem felst í 1) samantekt heimilda um líffræðirannsóknir í vatninu og ástandslýsingu á lífríki vatnsins, 2) mat á notagildi fyrirliggjandi rannsókna og nauðsyn frekari rannsókna varðandi áhrif vatnsmiðlunar á vatnalífríki Skorradalsvatns og 3) tillögugerð um vöktun á völdum lífríkisþáttum í Skorradalsvatni með það að markmiði að fylgjast með lífríki vatnsins og hugsanlegum áhrifum af völdum vatnsmiðlunar.

Áhrif vatnsmiðlunar á vatnalífríki Skorradalsvatns