Þjónusta

Starfsfólk stofunnar sinnir leiðsögn um náttúrugripasafnið sé þess óskað og reynir af fremsta megni að aðlaga leiðsögn að aldri, áhugasviði og tungumáli gesta. Leiðsögn er hluti af  þjónustu safnsins við gesti sína og er ókeypis. Ráðlegt er að panta leiðsögn með fyrirvara, sérstaklega ef um hópa er að ræða.

Fyrirspurnir frá almenningi hafa ætíð sett svip á starfsemi stofunnar og er fólk hvatt til að setja sig í samband við okkur hafi það spurningar um náttúrufræðileg málefni. Algengast er að fyrirspurnir snúi að smádýrum og pöddum en einnig eru spruningar um fugla all tíðar. Auk fyrirspurna gerum við okkar besta til að greina eintök sem okkur berast og er slík þjónusta ókeypis fyrir almenning.

Safnið er heppilegt til kennslu og hafa kennarar á flestum skólastigum nýtt sér það, m.a. til margvíslegrar verkefnavinnu eða með því að fá sértæka umfjöllum um afmörkuð áhersluefni s.s. sjófugla eða hvali. Safnið hefur oft verið meðal fyrstu viðkomustaða erlendra skólahópa og hefur sú kynning sem þeir fá gjarna miðast að því að veita þeim grunnþekkingu á íslenskri náttúru sem þeir hafa svo byggt ofaná á ferðum sínum um landið.

Á undanförnum árum hafa þjónustuverkefni fyrir stofnanir, sveitarfélög og framkvæmdaraðila verið nokkuð fyrirferðarmikill þáttur í starfsemi stofunnar. Þar hefur aðallega verið um að ræða lífríkisrannsóknir í ferskvatni, m.a. í tengslum við umhverfismat. Niðurstöðum allnokkurra slíkra verkefna eru gerð skil undir efnisflokknum "útgefið efni" hér að ofan.