Fundir og ráðstefnur

Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs leitast við að sækja fundi og ráðstefnur sem tengjast starfsemi stofunnar, bæði innanlands og utan. Þátttaka í ráðstefnum víkkar sjóndeildarhringinn og persónuleg kynni takast með fólki sem vinnur að tengdum verkefnum. Þá virka þær afkastakvetjandi þar sem menn vilja jú helst hafa eitthvað nýtt fram að færa.

Starfsfólk stofunnar hefur einnig margoft flutt erindi á fundum félaga og áhugamannasamtaka s.s. veiðifélaga. Reynt er af fremsta megni að verða við beiðnum um slik erindi.

Hér að neðan er getið helstu viðburða af þessu tagi þar sem starfsfólk Náttúrufræðistofunnar hefur verið meðal þátttakenda.

Nýlegir fundir og ráðstefnur

Eldri fundir og ráðstefnur