Vöktun á forgangsefnum

06. mars 2019

Náttúrufræðistofa Kópavogs er meðal þátttakenda í nýju verkefni þar sem vöktuð eru svokölluð forgangsefni í sjó og stöðuvötnum. Alls er um að ræða 45 efni og efnasambönd sem eiga það sameiginlegt að vera skaðleg lífverum.

Sýnatökur hófust í síðasta mánuði og fara þær fram víðsvegar um land. Umhverfisstofnun hefur umsjón með verkinu en sýnatökurnar sjálfar eru framkvæmdar af heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga, Hafrannsóknastofnun, Matís, Landhelgisgæslunni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu umhverfisstofnunar.