Kynning á rannsóknum Náttúrufræðistofu Kópavogs

02. október 2018

Frá árinu 1992 og fram til dagsins í dag hefur Náttúrufræðistofa Kópavogs staðið að, eða tekið þátt í fjölda rannsókna í þeim tilgangi að kortleggja íslenskt vatnalífríki.

Nokkur þessara verkefna hafa verið stór samstarfsverkefni með innlendum og erlendum aðilum en einnig hefur verið unnið að mörgum smærri verkefnum vegna skipulagsmála eða umhverfismats. Þessar rannsóknir hafa verið gerðar um land allt eins og sjá má á kortinu hér að neðan.

Rannsóknirnar hafa aðallega beinst að stöðuvötnum en einnig að straumvötnum. Oftast er um að ræða úttektir sem gerðar eru einu sinni, en þó hefur nokkur fjöldi vatna verið heimsóttur oftar.

Í tilefni nýliðinnar Vísindavöku var tekið saman yfirlitskort sem sýnir staðsetningu þessara vatna. Punktarnir eru hátt í 200 og dreifast um land allt.

Rannsóknarvötn.jpeg

Fræðast má um einstakar rannsóknir undir flipanum Rannsóknir hér að ofan og áhugasamir geta kynnt sér niðurstöður helstu rannsókna undir flipanum Útgefið efni.