Í sumarlok

24. ágúst 2018

Nú er kominn sá árstími þegar sumarstarfsfólk snýr aftur í skólana og sumarfrí hinna fastráðnu eru að mestu yfirstaðin.  Þetta er jafnframt sá tími þegar annir í vettvangsvinnu eru oft hvað mestar enda stendur vatnalíf í mestum blóma síðla sumars.

Auk fastra verkefna á borð við vöktunarrannsóknir í Þingvallavatni, hefur starfsfólk stofunnar á undanförnum dögum og vikum, tekið þátt í  rannsóknar- og þjónustuverkefnum fyrir opinbera aðila og einkaaðila. Jafnframt hefur það lagt hönd á plóg varðandi hina nýju sýningu Náttúruminjasafns Íslands, sem opna mun í Perlunni í desember.

Opnun þeirrar sýningar er sérstakt fagnaðarefni, ekki aðeins þar sem Náttúruminjasafn Íslands fær nú loks sýningaraðstöðu, heldur mun sú sýning snúa sérstaklega að helsta viðfangsefni þessarar stofu, þ.e. ferskvatni og lífríki þess.