Ekkjan okkar

30. janúar 2003

Svarta ekkjan enn við góða heilsu.

Hingað á Náttúrufræðisofu Kópavogs hafa borist ýmis torkennileg kvikindi á unanförnum vikum og mánuðum. Meðal þeirra var könguló sem kallast Svarta ekkjan. Hún var sett í rammgert búr til að hægt væri að fylgjast með atferli hennar þá daga sem hún ætti eftir ólifaða. Svo brá hinsvegar við að henni virtist líka vistin hið besta svo við prófuðum að fóðra hana.

Skemmst er frá því að segja að Svarta ekkjan er enn á lífi og við góða heilsu eftir um fimm mánaða fangavist. Uppáhalds matur hennar eru fiskiflugur, en blaðlýs og mýflugur eru samþykktar með semingi ef ekki er annað í boði!