Heimasíða Náttúrufræðistofu Kópavogs opnar

30. janúar 2003

Nú um mánaðamótin opnaði Náttúrufræðistofa Kópavogs heimasíðu.

Nú um mánaðamótin opnaði Náttúrufræðistofa Kópavogs heimasíðu. Hún er ekki enn fullunnin, en ætlunin er að bæta hana jafnt og þétt á næstu vikum og mánuðum.

Á síðunni verður að finna ýmsar upplýsingar um Náttúrufræðistofu Kópavogs og hið góða náttúrugripasafn hennar, ásamt upplýsingum um þjónustu stofunnar við skóla og stofnanir. Einnig verða aðgengilegar upplýsingar um þær rannsóknir sem stundaðar eru á Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Hægt verður að senda okkur fyrirspurnir um náttúrufræðileg málefni en einnig hvetjum við fólk til að nota þennan vettvang til að tjá sig um efni síðunnar.