Fjölmenni við afmæli Bókasafns Kópavogs

17. mars 2003

Mikil og góð stemming var þegar haldið var upp á 50 ára afmæli bókasafnsins, þann 15. mars sl. og skiptu gestir hundruðum. Verulegur hluti gesta skoðaði náttúrugripasafn okkar í leiðinni.

Þetta er án efa mesta fjölmenni sem hefur skoðað safn Náttúrufræðistofu Kópavogs á einum degi, frá opnun hennar fyrir tæpu ári síðan. Aðsókn að safninu hefur verið með ágætum á þessu fyrsta starfsári á nýjum stað, þrátt fyrir að við höfum ekkert auglýst starfsemi okkar. Að jafnaði eru gestir okkar á bilinu 30 - 50 dag hvern. Við þetta bætast hópar, t.d. úr leik- og grunnskólum (oft á bilinu 8 - 20 manns), en algengt er að við tökum á móti 2 - 3 slíkum hópum á viku.

Algengt er að fólk sem á erindi á bókasafnið skoði sig um hjá okkur í leiðinni. Einnig er áberandi að krakkarnir koma stundum niður til okkur meðan foreldrarnir lesa blöðin eða skoða sig um í rólegheitum. Hinn rúmi opnunartími safnsins hefur mælst mjög vel fyrir hjá gestum og ekki spillir að ekkert skuli kosta inn.