Kópavogsdagar

28. apríl 2003

KÓPAVOGSBÆR stendur fyrir KÓPAVOGSDÖGUM 2003 dagana 3.– 11. maí. Á Kópavogsdögum verður boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla menningardagskrá þar sem íbúar Kópavogs og nágrannasveitarfélaga geta komið saman og gert sér glaðan dag. Náttúrufræðistofa Kópavogs og Bókasafn Kópavogs bjóða upp á ýmsa atburði á Kópavogsdögum

Laugardagur 3. maí

Kl. 13:00-15:00 Menningarganga um menningarstofnanir Kópavogs Heimsóknin hefst í Salnum, þar sem Vigdís Esradóttir forstöðumaður og Jónas Ingimundarson tónlistarráðunautur Kópavogsbæjar segja frá Salnum auk þess sem Jónas leikur nokkur vel valin lög. Á Náttúrufræðistofu tekur Hilmar J. Malmquist forstöðumaður á móti gestum og kynnir starfsemi Náttúrufræðistofunnar. Á Bókasafni Kópavogs gengur Hrafn A. Harðarson bæjarbókavörður um safnið og kynnir gestum safnið og starfsemi þess. Heimsókninni lýkur í Listasafn Kópavogs, Gerðarsafni, þar sem Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður veitir leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Gerðar Helgadóttur.

Sunnudagur 4. maí Kl. 15:00 Álfar og huldufólk í Kópavogi Gönguferð um Borgarholtið með Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Lagt af stað frá Bókasafninu.

Mánudagur 5. maí Kl. 10:00 og 14:00 Valur hvalur Ævintýri fyrir leikskólakrakka. Farið á hvalbak, skoðað inn í hvali, fræðst um lífshætti hvala og hlýtt á hvalasögur. Heimsóknin tekur um eina klukkustund. Þátttaka tilkynnist í síma 5700450. Kl. 17:30 Flækingsskordýr í Kópavogi. Haraldur Rafn Ingvason líffræðingur flytur fræðsluerindi í Kórnum, fundarsal Náttúrufræðistofu og Bókasafns á 1. hæð.

Þriðjudagur 6. maí Kl. 10:00 og 14:00 Valur hvalur Ævintýri fyrir leikskólakrakka. Farið á hvalbak, skoðað inn í hvali, fræðst um lífshætti hvala og hlýtt á hvalasögur. Heimsóknin tekur um eina klukkustund. Þátttaka tilkynnist í síma 5700450. Kl. 17:30 Garðagróður Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur flytur fræðsluerindi í Kórnum, fundarsal Náttúrufræðistofu og Bókasafns á 1. hæð.

Miðvikudagur 7. maí Kl. 10:00 og 14:00 Valur hvalur Ævintýri fyrir leikskólakrakka. Farið á hvalbak, skoðað inn í hvali, fræðst um lífshætti hvala og hlýtt á hvalasögur. Heimsóknin tekur um eina klukkustund. Þátttaka tilkynnist í síma 5700450. Kl. 17:30 Þingstaðurinn Þingnes við Elliðavatn Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur flytur fræðsluerindi í Kórnum, fundarsal Náttúrufræðistofu og Bókasafns á 1. hæð.

Fimmtudagur 8. maí Kl. 10:00 og 14:00 Valur hvalur Ævintýri fyrir leikskólakrakka. Farið á hvalbak, skoðað inn í hvali, fræðst um lífshætti hvala og hlýtt á hvalasögur. Heimsóknin tekur um eina klukkustund. Þátttaka tilkynnist í síma 5700450. Kl. 17:30 Lífríki Elliðavatns Hilmar J. Malmquist líffræðingur flytur fræðsluerindi í Kórnum, fundarsal Náttúrufræðistofu og Bókasafns á 1. hæð.

Föstudagur 9. maí Kl. 10:00 og 14:00 Valur hvalur Ævintýri fyrir leikskólakrakka. Farið á hvalbak, skoðað inn í hvali, fræðst um lífshætti hvala og hlýtt á hvalasögur. Heimsóknin tekur um eina klukkustund. Þátttaka tilkynnist í síma 5700450.

Laugardagur 10. maí Kl. 14:00 Farfuglar í Kópavogi Finnur Ingimarsson líffræðingur flytur fræðsluerindi í Kórnum, fundarsal Náttúrufræðistofu og Bókasafns á 1. hæð. Kl. 15:00 Farfuglar á Kópavogsleiru Fuglaskoðun undir leiðsögn líffræðinga. Lagt af stað frá Náttúrufræðistofu. Kl. 15:30 Skáldið Jón úr Vör Leiðsögn Hrafns. A. Harðarssonar bæjarbókavarðar um sýningu á ævi og verkum Jóns úr Vör. Hefst á 2. hæð Bókasafns.