Valur hvalur framlengdur um viku

07. maí 2003

Vegna mikillar efturspurnar, höfum við ákveðið að framlengja hvalaævintýri kópavogsdaga um viku, eða fram til 16. maí.

Um er að ræða ævintýri fyrir leikskólakrakka. Farið á hvalbak, skoðað inn í hvali, fræðst um lífshætti hvala og hlýtt á hvalasögur. Heimsóknin tekur um eina klukkustund.

Þáttaka í hvalaævintýrinu hefur verið langt umfram væntingar og margir hópar hafa ekki komist að. Því hefur verið ákveðið að framlengja það um viku, þ.e. fram til 16 maí. Tekið verður á móti tveimur hópum á dag eins og verið hefur, kl 10:00 og 14:00. Tekið er á móti pöntunum í síma 5700450.