Lífríki Lagarfljóts og Kárahjúkavirkjun

19. maí 2003

Næst síðasta fræðsluerindi Hins íslenska náttúrufræðafélags á þessu vori verður haldinn í Lögbergi, húsi lögfræðideildar HÍ stofu 101, mánudaginn 28. apríl.

Guðni Guðbergsson fiskifræðingur á Veiðimálastofnun mun flytja þar erindi um rannsóknir á lífríki Lagarfljóts og hugsanleg áhrif Káranjúkavirkjunar á það.

Lagarfljót (Lögurinn) er frá náttúrunnar hendi þriðja stærsta stöðuvatn landsins. Í Löginn falla allmargar ár, en einkum er það jökulvatn úr Jökulsá í Fljótsdal sem mótar lífríki þess. Í Lagarfljóti eru bleikja, urriði, lax og hornsíli og er þar nokkur veiðinýting. Vegna viðstöðu vatns í Leginum botnfellur jökulgrugg og gegnsæi vatns eykst eftir því sem utar dregur. Lífræn framleiðsla og fjölbreytni tegunda eykst að sama skapi með vaxandi gegnsæi. Með veitu Jökulsár á Dal í Lagarfljót mun jökulgrugg aukast og viðstaða vatns minnka, en við það munu lífsskilyrði almennt versna í Leginum.