Valur hvalur vinsæll

19. maí 2003

Dagskráin Valur Hvalur sem var fyrir leikskólabörn og haldin var í tengslum við Kópavogsdaga gekk vel.

valur_hvalur_1.jpgFramleingja þurfti dagskrána um viku og var upppantað í alla tímana sem í boði voru. Tekið var á móti krökkunum tvisvar á dag, kl 10 og 14 og byrjað var á því að starfsmenn Náttúrufæðistofunnar sýndu myndir af hvölum. Þar var gerð grein fyrir stærð og útliti hvala, hvað hvalir borða og hvernig þeir tala saman. Þá var farið upp á Bókasafnið þar sem starfsfólk í barnadeildinni tók á móti þeim og lesið var ævintýri um hval. Eftir það fengu krakkarnir að bregða sér á hvalbak á uppblásnu háhyrningslíkani sem er í fullri stærð og var þá geyst vítt um völl (í huganum) allt frá Akureyri til Japan.