Ráðstefna um líffræðilega fjölbreytni

19. maí 2003

Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er fimmtudaginn 22 maí n.k. Af því tilefni stendur umhverfisráðuneytið fyrir fræðsluráðstefnu í Borgartúni 6, 4. hæð og hefst hún klukkan 14:00 og áætlað er að hún standi til kl. 17:00

Á ráðstefnunni verða flutt 11 erindi þar sem gefin verða yfirlit um líffræðilega fjölbreyttni í lífsamfélögum almennt, stöðu og rannskóknir á fjölbreyttni í íslenskum vistkerfum. Einnig verður fjallað um samninga sem Ísland er aðili að og fjalla um varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika.