Sumarnámskeið fyrir krakka

27. maí 2003

Eins og nokkur undanfarin sumur (að undanskildu síðasta sumri) mun Náttúrufræðistofan standa fyrir viku námskeiði fyrir krakka sem fædd eru '91 til '93.

Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu í náttúrufræðum og veita þátttakendum innsýn í vísindalega aðferðafræði. Farið veður í vettvangsferðir og m.a. rannsakað vatna- og fjörulífríki í Kópavogi og nágrenni. Á rannsóknastofu verða sýni mæld og skoðuð í smásjá og útbúnar vinnubækur.

1. Námskeið: 10. júní – 16. júní.
2. Námskeið: 23. júní – 27. júní.

Námskeiðið stendur yfir milli kl. 10 – 15 hvern dag og skulu þátttakendur mæta með nesti, stígvél og hlífðarföt. Leiðbeinendur verða starfsmenn á Náttúrufræðistofunni.

Innritun
Innritun á námskeiðið fer fram á Náttúrufræðistofu Kópavogs dagana 26. – 30. maí frá kl. 10:00 – 16:00. Námskeiðsgjald er 7.000 kr. og greiðist við innritun.

Athugið! Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 12 krakka á hvoru námskeiði. Þeir ganga fyrir sem fyrstir skrá sig og greiða þátttökugjald.