Sumarnámskeiðum lokið

30. júní 2003

Sl. föstudag lauk síðara sumarnámskeiði Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þessi námskeið er ætluð krökkum á aldrinum 10-12 ára og hafa verið haldin árlega.

Þessi námskeið hafa verið haldin tvisvar á sumri, viku í senn. Hver dagur er tileinkaður ákveðnu viðfangsefni, s.s. fjörunni, lífi í lækjum og tjörnum, o.s.frv. Kennd eru grunnatriði í vísindalegum vinnubrögðum, plöntur og dýr skoðuð í sínu rétta umhverfi, ásamt því sem sýni eru tekin. Sýnin eru síðan skoðuð á rannsókanstofu okkar, þar sem þau eru greind eins og kostur er.