Kóngasvarmi víða um land

19. ágúst 2003

Undanfarið hefur þessa stórvaxna fiðrildis orðið vart víða um land.

Eins og áður er getið, bárust Náttúrufræðistofu Kópavogs nokkur eintök af höfuðborgarsvæðinu og úr Grindavík. Einngi hafa fiðrildin borist Náttúrustofu Vestfjarða, Náttúrustofu Norðurlands vestra og Náttúrustofu Austurlands. Að auki hefur frést af þeim á Egilsstöðum. Það er því ljóst að um nokkurn fjölda fiðrilda er að ræða.