Ráðstefna um norræna vatnalíffræði

04. september 2003

Dagana 19 til 21 október n.k. verður haldin ráðstefa í Silkeborg í Danmörku um líffræði stöðuvatna á norðurslóðum.

Ráðstefnan er haldin á vegum NORLAKE - hópsins svo kallaða en Náttúrufræðistofan er aðili að þessum hóp. Um er að ræða vatnalíffræðinga frá öllum norðurlöndunum nema Finnlandi en þessi hópur hefur unnið að rannsóknum á vötnum allt í kring um norðurpólinn. Um samvinnu þessa hóps má lesa nánar undir liðnum "Rannsóknir" hér til hliðar.

Þessi ráðstefna er annar af tveimur lokapunktum í þessu átaki og verður í erindum fjallað um niðurstöður rannsókna sem þessir líffræðingar hafa verið að fjalla um. Boðið hefur verið öðrum vatnalíffræðingum til þessarar ráðstefnu og er þar innanborðs bæði ungir menn sem og reyndir refir.

Þátttakendalistann eins og hann er þegar þetta er ritað sem og titlar þeirra erinda og veggspjalda sem fluttir verða er hægt að nálgast hér.