Skötuormar til sýnis

18. september 2003

Nú gefst kostur á að skoða lifandi skötuorma hjá okkur

Á dögunum voru starfsmenn stofunnar á ferð í Veiðivötnum. Þaðan höfðu þeir meðferðis nokkra skötuorma, sem verða til sýnis á næstunni.

Skötuormar eru hinar merkilegustu skepnur. Þrátt fyrir nafnið eru þetta krabbadýr, þau stærstu sem finnast í vötnum hér á landi. Þeir lifa í fisklausum vötnum og tjörnum á hálendi landsins, svo sem í Þjórsárverum og Veiðivötnum. Þeir eru tvíkynja og festa egg sín á gróður og steina. Eggin eru mjög harðger, þola t.d. frost.

Frekari upplýsingar um skötuorma má finna hér til hliðar, undir liðnum Rannsóknir/Vistfræði skötuormsins.