NORLAKE - ráðstefnan afstaðin

23. október 2003

Þetta var þriggja daga ráðstefna sem var haldin skammt frá Silkeborg í Danmörku

Ráðstefnan var haldin á nokkurs konar sveitahóteli, nokkurn spöl fyrir utan Silkeborg. Aðstaða var öll hin besta, sundlaug og sauna til að liðka sig eftir daglangt fyrirlestrahald og heils-árs skíðabrekka fyrir þá sem þorðu...

Staðsetningin vakti nokkra kátínu meðal íslensku þátttakandanna, minnugir þeirra áforma dana að flytja alla íslendinga á Jósku heiðarnar þegar sem verst áraði hér á Íslandi. Var grínast með að þarna hefði þó að minnsta kosti tekist að flytja all nokkurn hluta íslenskra vatnalíffræðinga á téðar heiðar!!!

Upplýsingar um ráðstefnuna má finna í frétt frá 4. sept. sl. en upplýsingar um verkefnið, ásamt tengli á heimasíðu þess, eru hér til hliðar undir liðnum Rannsóknir

Hérna má nálgast þáttakendalista ásamt útdráttum (pdf. 46 síður).