"Kórinn" er lítill salur hér í safnahúsinu, sem hentar vel fyrir minni fundi og fyrirlestra. Kvöldið 17 feb. hélt Sportkafarafélag Íslands þar fræðslufund um köfunarveiki og tengd mál.
Þetta er í fyrsta skipti sem aðilar ótengdir starfsemi hússins nýta kórinn á þennan hátt, en verði reynslan góð má búast við nýting hans aukist að þessu leiti. Almenn ánægja var með erindið og vöknuðu umræður og margar spurningar í kjölfar þess.