Góð aðsókn að Náttúrufræðistofu Kópavogs.

09. mars 2004

Heildarfjöldi gesta stefnir í 1700 fyrstu þrjá mánuði ársins. Frá áramótum og fram til dagsins í dag hafa vel á fjórða hundrað manns pantað leiðsögn um safnið og miðað við bókanir fer sá fjöldi yfir 600 fyrir páska.

Heildarfjöldi gesta stefnir í um 1700 þessa fyrstu þrjá mánuði ársins (skólahópar, hópar á eigin vegum og almennir gestir). Frá áramótum og fram til þessa dags, hafa vel á fjórða hundrað manns pantað leiðsögn um safnið og miðað við bókanir, stefnir sá fjöldi yfir 600 fyrir páska. Þessar tölur endurspegla aðeins þann fjölda sem pantar tíma og fær leiðsögn eða aðra þjónustu frá starfsfólki stofunnar, virka daga á hefðbundnum vinnutíma.

Fjölmennastir eru hópar úr leik- og grunnskólum en einnig koma hingað framhaldsskólanemar til að vinna verkefni í myndlist og náttúrufræði. Þessir hópar koma flestir héðan úr Kópavogi en einnig ber nokkuð á hópum úr nágrannasveitarfélögunum.