Náttúrufræðistofan tekur þátt í Evrópuverkefni

24. mars 2004

Markmið verkefnisins að meta áhrif hnattrænna breytinga á vistkerfi ferskvatna í Evrópu. Alls taka 37 stofnanir þátt í verkefninu frá 19 löndum, þ.m.t. frá Íslandi.

Verkefnið kallast EURO-LIMPACS er skipt í tíu verkefnaflokka (WP1-WP10) sem fást við mismunandi fræðasvið, allt frá vettvangstilraunum með næringarefni í vötnum til smíði stærðfræðilíkana sem spá fyrir um orsakir og afleiðingar vegna breytinga í umhverfisþáttum. Í verkefninu er unnið jöfnum höndum með fyrirliggjandi landsgagnagrunna, sem skellt er saman í heildargagnagrunna, og ný gögn sem bæði er aflað með tilraunum og könnunum.

Verkefnaflokkurinn sem íslensku stofnanirnar taka þátt í (WP3) tekur aðallega til áhrifa loftslagsbreytinga á fæðuvef og efnabúskap í vötnum. Meðal viðfangsefna eru samkeyrslur og greiningar á upplýsingum í fyrirliggjandi gagnagrunnum sem taka til loftslagsþátta, líffræði og efnafræði, og ná til stöðuvatna, straumvatna og votlendis. Íslensku gagnagrunnarnir sem koma að notum í þessu sambandi eru annars vegar úr rannsóknaverkefninu „Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra stöðuvatna“ og hins vegar úr rannsóknaverkefninu „Vatnsföll á Íslandi“ sem Líffræðistofnun Háskólans og Orkustofnun hafa unnið að.