Raunvísindaþing í Reykjavík

14. apríl 2004

Þingið verður haldið dagana 16. - 17. apríl 2004 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Dagskrá ásamt útdráttum erinda og veggspjalda má finna á heimasíðu þingsins.

Á þinginu verður fjallað um 6 efnisflokka en þeir eru:

Eðlisfræði og Veðurfræði
Efnafræði
Jarðvísindi og Landfræði
Líffræði
Matvælafræði
Stærðfræði

Á þinginu verður fjöldi fyrirlestra, en því til viðbótar verður fjöldi rannsóknaverkefna kynntur á veggspjöldum. Það er því ljóst að um er að ræða hreinan hvalreka fyrir áhugafólk um náttúrufræði og raunvísindi.