...eða svo mætti ætla miðað við gest sem okkur var að berast. Um var að ræða skrautyglu, fiðrildi sem er nokkuð algengur flækingur á haustin.
Samkvæmt Erling Ólafssyni, Skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun, er þetta þriðja fiðrildið af þessari tegund sem finnst á höfuðborgarsvæðinu nú í vor. Því vaknar upp sú spurning hvort þau hafi lifað veturinn af, en fram til þesa hefur ekki verið lífvænlegt fyrir þessa tegund hér á landi. Þess má geta að síðastliðið haust barst nokkuð af þessum fiðrildum til landsins. Vera má að einhver þeirra hafi lagst í dvala og lifað af sl. vetur, sem var í mildara lagi.