Kópavogsdagar 2004

27. apríl 2004

Menningar- og skemmtidagskrá við allra hæfi

Dagana 2. – 11. maí verða Kópavogsdagar haldnir víðs vegar um Kópavog, annað árið í röð. Í boði er fjölbreytt og áhugaverð menningar- og skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.

Kópavogsdagar verða formlega settir við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni, sunnudaginn 2. maí klukkan 13. Í kjölfar setningarinnar verður fjölskylduhátíð á Borgarflöt, túninu fyrir framan Gerðarsafn, Safnahúsið og Salinn.

Dagana á eftir verða í boði margvíslegir atburðir með þátttöku listamanna, tónlistarfólks, fræðimanna, menningarstofnana, íþróttafélaga og fleiri.

Líkt og á síðasta ári verður fjölbreytt dagskrá í boði í Safnahúsinu á vegum Bókasafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Dagskrá Kópavogsdaga 2004 í Safnahúsinu
á vegum Bókasafns og Náttúrufræðistofu Kópavog
s


Sunnudagur 2. maí

Kl. 13-17 Fjölskylduhátíð á Borgarflöt
Að lokinni setningu Kópavogsdaga kl. 13 í Gerðarsafni hefst fjölskylduhátíð á Borgarflöt, túninu fyrir framan menningarstofnanirnar að Hamraborg 6.

Fjölmargt verður í boði fyrir unga sem aldna. Má nefna söngatriði, dans, ratleik, jassballett, andlitsmálun, hoppukastala og hestaferðir á vegum Gusts.

Þá verður Valur hvalur, fullvaxinn háhryningur, á staðnum og yngstu kynslóðinni boðið að fara á hvalbak í umsjá Bókasafnsins og Náttúrufræðistofunnar.

Kl. 14:00 Þríhnúkagígur – nýr ferðamannastaður í Kópavogi?
Opnun á sýningu Árna B. Stefánssonar hellakönnuðar og augnlæknis á hugmyndum um verndun og aðgengi Þríhnúkagígs.
Margrét Björnsdóttir, formaður Umhverfisráðs Kópavogs, flytur ávarp. Safnahúsið, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs.


Þriðjudagur 4. maí

Kl. 17:00 Kofar og keisarans hallir
Gamlar ljósmyndir frá Kópavogi úr safni Einars Inga Sigurðssonar, fv. heilbrigðisfulltrúa Kópavogs, sýning á myndvarpa í Bókasafninu. Einnig í Héraðsskjalasafni Kópavogs og á vegprestum yfir Hamraborgarbrú. Gunnur I. Birgisson opnar sýninguna í Héraðsskjalasafninu, Hamraborg 1, 3.hæð.

Kl. 17:00 Ítalía fyrir ferðalanga
Margrét Gunnarsdóttir, fararstjóri og bókasafnsfræðingur flytur fræðsluerindi um Ítalíu og fjallar um matar- og vínmenningu, tungumálið auk gagnlegra fróðleiksmola fyrir ferðalanga.
Kórinn í Safnahúsinu, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs
Aðgangseyrir kr. 500.


Miðvikudagur 5. maí.

Kl. 10 og 13 Selurinn Snorri
Ævintýri í máli og myndum um dýrin í sjónum fyrir börn á leikskólaaldri. Myndasýning, sögustund og skroppið á hvalbak. Safnahúsið, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs.
Þátttaka tilkynnist í síma: 570-0430.

Kl. 17:15 Er bleikjan að hverfa úr Elliðavatni?
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu
Kópavogs, greinir frá niðurstöðum úr nýrri rannsókn á
Elliðavatni. Kórinn í Safnahúsinu, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs

Kl. 17:30 Álfaganga
Gengið um Borgarholt undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur.
Áður en lagt er af stað í gönguna flytur Erla erindi á 3. hæð í Bókasafni Kóapvogs.

Kl. 18:30 Sjón - skáldverk
Félagar úr Bókmenntaklúbbi Hana-nú, undir stjórn Soffíu
Jakobsdóttur, lesa upp úr verkum skáldsins Sjón.
Kórinn í Safnahúsinu, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs.


Fimmtudagur 6. maí.

Kl. 10 og 13 Selurinn Snorri
Ævintýri í máli og myndum um dýrin í sjónum fyrir börn á leikskólaaldri. Myndasýning, sögustund og skroppið á hvalbak.
Safnahúsið, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs.
Þátttaka tilkynnist í síma: 570-0430.

Kl. 17:00 Þríhnúkagígur og fleiri náttúruundur
Myndasýning og fræðsluerindi um undur íslenskrar náttúru.
Ferðast með Árna B. Stefánssyni, augnlækni og hellakönnuði, um undraveröld íslenskrar náttúru. Skyggnst ofan í huliðsheima
Þríhnúkagígs og fleiri náttúruundur.
Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs.

Kl. 17:00 Jafnrétti í daglegu lífi
Hvernig nýtist jafnréttisstefnan íbúum Kópavogs?
Starfsfólk lýsir jafnréttisstarfi í leikskóla, félagsmiðstöð
og íþrótta- og tómstundastarfi. Gunnar Helgasson leikari flytur brot úr leikriti Bjarkar Jakobsdóttur, Sellófon. Barnagæsla á staðnum.
Kórinn í Safnahúsinu, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs


Föstudagur 7. maí.

Kl. 10 og 13 Selurinn Snorri
Ævintýri í máli og myndum um dýrin í sjónum fyrir börn á leikskólaaldri. Myndasýning, sögustund og skroppið á hvalbak.
Safnahúsið, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs.
Þátttaka tilkynnist í síma: 570-0430.


Laugardagur 8. maí.

Kl. 14:00 Þingstaðurinn Þingnes við Elliðavatn
Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur á
Þjóðminjasafni Íslands, greinir frá rannsóknum á Þingnesi.
Kórinn í Safnahúsinu, Náttúrfræðistofu og Bókasafni Kópavogs.

Kl. 15:00 Skoðunarferð á Þingnes við Elliðavatn
Ferð í fylgd Guðmundar Ólafssonar, fornleifafræðings. Farið með hópbifreið frá Safnahúsinu. Um tvær klst.

Sunnudagur 9. maí.

Kl. 15:00 Farfuglar á Kópavogsleiru
Finnur Ingimarsson, líffræðingur á Náttúrufræðistofu
Kópavogs, flytur erindi um helstu farfuglategundir sem nýta
Kópavogsleiru.
Kórinn í Safnahúsinu, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs.

Kl. 16:00 Kópavogsleira - fuglaskoðun
Fuglaskoðun á Kópavogsleiru. Sérfræðingar frá Náttúrufræðistofu Kópavogs og Fuglaverndarfélagi Íslands verða á staðnum og veita tilsögn.

Mánudagur 10. maí.

Kl. 10 og 13 Selurinn Snorri
Ævintýri í máli og myndum um dýrin í sjónum fyrir börn á leikskólaaldri. Myndasýning, sögustund og skroppið á hvalbak.
Safnahúsið, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs.
Þátttaka tilkynnist í síma: 570-0430.


Kl. 17:15 Gróður í Borgarholti
Guðmundur Guðjónsson og Kristbjörn Egilsson, náttúrufræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands, kynna niðurstöður úr nýrri gróðurrannsókn á Borgarholti.
Kórinn í Safnahúsinu, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs.


Þriðjudagur 11. maí. Afmælisdagur Kópavogs

Kl. 10 og 13 Selurinn Snorri
Ævintýri í máli og myndum um dýrin í sjónum fyrir börn á leikskólaaldri. Myndasýning, sögustund og skroppið á hvalbak.
Safnahúsið, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs.
Þátttaka tilkynnist í síma: 570-0430.

Kl. 10-20 Ókeypis nýsigögn
Á Kópavogsdögum fást nýsigögn að láni í Bókasafninu án endurgjalds. Fyrir hverja þriðju bók fæst eitt myndband, einn mynddiskur eða hljómdiskur að láni án endurgjalds.
Safnahúsið, Bókasafn Kópavogs.

Kl. 17:15 Náttúruminjar, þjóðminjar og bæjarvernd í Kópavogi
Kynning á nýju veggspjaldi. Margrét
Björnsdóttir, formaður Umhverfisráðs Kópavogs, flytur
ávarp og opnar nýja vefsíðu Umhverfisráðs.
Safnahúsið, Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs.