Mannabreytingar

14. maí 2004

Um Síðustu mánaðarmót urðu breytingar á starfsliði Náttúrufræðistofunnar

Erlín Emma Jóhannsdóttir hefur látið af störfum hjá Náttúrufræðistofunni og hefur hún flutt sig austur á Neskaupsstað. Þar er hún að hefja störf hjá Náttúrustofu Austurlands. Við hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs óskum henni og fjöskildu hennar velfarnaðar og þökkum ánægjulegt samstarf.

Á sama tíma hóf hér störf Þóra Hrafnsdóttir. Hún er líffræðingur og er um þessar mundir að vinna í doktorsverkefni sínu við Kaupmannahafnarháskóla. Þar notar hún gögn úr rannsóknarverkefni Náttúrufræðistofunnar, Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna, þar sem hún er að kanna tegundasamsetningu mýflugna á mjúkbotninum. Bjóðum við Þóru velkomna til starfa.