Kópavogsdögum lokið

14. maí 2004

Kópavogsdögum lauk nú á þriðjudaginn með samkomu í Salnum, þykja þessir menningardagar hafa tekist nokkuð vel til.

Boðið var uppá fjölbreitta dagskrá hér í safnahúsinu flesta dagana og stundum voru dagskrárliðirnir fleiri en einn. Voru þeir allir nokkuð vel sóttir en uppúr stendur fyrirlestur Árna B. Stefnánsonar um hella á Íslandi og myndasýing sem því fylgdi. Kynning á hugmyndum hans um aðgengi fyrir almenning að Þríhnjúkagíg ásamt sýningu á völdum myndum úr íslenskum hellum mun vera til sýnis í Safnahúsinu fram til 2. september n.k.