Getum bætt við krökkum á sumarnámskeið

04. júní 2004

Enn eru laus pláss á sumarnámskeiðin sem haldin verða 7-11 og 21-25 júní næstkomandi.

Sumarnámskeiðin hafa verið fastur liður í starfsemi Náttúrufræðistofunnar. Efni námskeiðanna er stöðugt í endurskoðun, en aðaláhersla er lögð á að veita krökkunum betri innsýn í sitt nánasta umhverfi og kynna fyrir þeim vísindaleg vinnubrögð við söfnun og skráningu.