Nú er fyrra sumarnámskeiðinu lokið og upp úr stendur hve heppin við vorum með veður. Að vanda voru krakkarnir leystir út með viðurkenningarskjali og myndadiski. Enn er laust pláss á seinna námskeiðið sem verður 21-25 júní næstkomandi.
Á þessu námskeiði var fyrirlestrum og myndbandssýningum blandað saman við skoðunar- og sýnatökuferðir. Unnið var úr því sem safnaðist á rannsóknastofu okkar, þar sem plöntur og dýr voru greind til tegunda og hópa og skoðuð í víðsjá. Krakkarnir héldu vinnubók og fengu smjörþefinn af vísindalegum vinnubrögðum, s.s. Að skrá athuganir sínar og það sem fyrir augu bar. Þau höfðu orð á því að það kæmi á óvart hve fjölbreytt dýra- og plöntulíf væri að finna hér innan þéttbýlisins og að ekki þyrfti að fara lengst upp í sveit til að finna t.d. Fjölbreittan plöntugróður.
Stafrsfólk Náttúrufræðistofunnar þakkar áhugasömum og hressum krökkum fyrir skemmtilegt námskeið.