Ró að komast á, eða þannig...

01. september 2004


Nú þegar rannsóknavinna sumarsins að mestu yfirstaðin, ráðstefnuhöld búin í bili og sumarleyfiskvótar starfsmanna að verða uppurnir, er lífið á náttúrufræðistofunni loks að komast í sinn vanagang.

Það er ekki ofsagt að það hafi verið brjálað að gera á stofunni seinni hluta sumars, eins og kemur fram í eldri fréttum okkar. Aðra viku í ágústmánuði var meirihluti starfsmanna stofunnar á SIL ráðstefnu í Finnlandi, þar sem þeir héldu fyrirlestra og kynntu veggspjöld er vörðuðu rannsóknir þær stofan hefur umsjón með eða tengist. Ráðstefnan tókst afar vel og var mjög gagnleg, enda er þarna um að ræða eina stærstu ráðstefnu á sviði vatnalíffræði í heiminum.